Uppskrift Djúpsteiktur Kjúklingur (KFC)

14stk Kjúklingaleggir
1-2 L Djúpsteikingar Olía
2 bollar + 1 1/2 bolli Hveiti
2 msk Maíssterkja
1 tsk + 1/2 tsk Cayenne Pipar
1 tsk Hvítur Pipar
1/2 msk Paprikukrydd (Reykt)
1 msk + 1 tsk Salt
1 tsk + 1/4 tsk Pipar
1/2 msk Engiferkrydd
2 stk Egg
1 3/4 bolli Súrmjólk
2 msk Hvítlaukskrydd
100 ml Grískt Jógúrt
1 msk Lime Safi

-- Step 1

Þurrkið kjúklinginn með pappírsþurrkum og leyfið honum að þorna á eldhúsborði í 15 mínútur.

Stráið smá salti og pipar yfir hann og setjið til hliðar.

-- Step 2

Blandið síðan saman í skál:

2 bollar Hveiti 2 msk Maíssterkja 1½ msk Hvítlaukssalt 1 tsk Cayenne pipar 1 tsk Hvítum pipar ½ msk Reyktu paprikukryddi 1 msk Salt 1 tsk Svartur pipar ½ msk Engiferkrydd

-- Step 3

Blandið saman í annarri skál:

2 stk Stór egg 1 3/4 bolli Súrmjólk 1 ½ bolli Hveiti ½ tsk** Cayenne pipar 1/4 tsk Pipar

-- Step 4

Takið svo til stóran pott og hitið olíuna þar til hún nær 160°C gráðu hita. Á meðan dýfið þið kjúklingabitunum í þurrefnablönduna, síðan í blautu blönduna og síðan aftur í þurrefnablönduna. Djúpsteikið síðan kjúklinginn í um 15 mínútur.

Gott er að setja kjúklinginn síðan á grind með disk undir svo mesta olían geti lekið af honum. Leyfið honum að kólna í tíu mínútur áður en kjúklingurinn er borinn fram.

-- Step 5 (Sósan)

Grískt Jógúrt + Lime safi og krydd eftir smökkun