Uppskrift Pítsabotn

5 dl Hveiti
1 tsk Sykur
2 dl Heitt Vatn
1 msk Matarolía
1 poki Þurrger
1 tsk Salt

Þurrger, sykur og vatn er blandað saman í skál og látið bíða í smástund eða þangað til að blandan fer að freyða, ég breiði viskastykki yfir skálina á meðan ég bíð.

Hveiti , matarolíu og salti blandað saman við , deigið hnoðað og leyft að hefast á hlýjum stað í þann tíma sem þið hafið 15 min-klukkutími, hefur ekki skipt máli hjá mér hingað til.


Ég hnoða mitt deig í hrærivél en áður en ég eignaðist slíkan dýrgrip dugðu hendurnar vel til verksins. Minnir líka að ég hafi stunduð sleppt því að hnoða deigið áður en lét það hefa sig.



http://ynjur.is/pizzadeig-sem-klikkar-aldrei-uppskrift/