Uppskrift Kjúklingasúpa Sævars (Super)
| 1 - 1.5 kg | Kjúklingabringur | |
| 1 stk | Kartöflur (Sætar) | |
| 1 stk | Rauðlaukur | |
| 4 - 6 rif | Hvítlaukur | |
| 1 stk | Paprika (Rauð) | |
| 4 stórar | Gulrætur | |
| 1 stk | Chili (saxað) | |
| 1 msk | Paprikukrydd | |
| 1 msk | Karrý | |
| 2 msk | Kókosolía | |
| 2 dósir | Kókosmjólk | |
| 2 dósir | Tómatar (Hakkaðir) | |
| 3 stk | Kjúklingateningar | |
| 3 stk | Grænmetisteningur | |
| 1.5 - 2L | Vatn | |
| 1 msk | Chili Krydd | |
| 1 msk | Pipar |
-- Skref 1
a. Steikja kjúklingabringur
b. Setja kókosolíuna í pottinn,
c. Saxa rauðlaukinn, hvítlaukinn, gulrætur, paprikuna og steikja í pottinum.
-- Skref 2
a. Setja tómata og kókosmjólkina í pottinn.
b. Setja Kjúklingatening og Grænmetistening, Karrý, Paprikukrydd og Chili Krydd
c. Sætu kartöflurnar og kjúklingabringurnar sker ég niður í bita og helli út í.
Smá Pipar með, gerir hana sterkari.
Láta súpuna malla í nokkrar klst á lágum hita áður en þú borðar hana. Það er í góðu lagi að setja smá rifinn ost með og betri fylling í magann.
-- Krydd
Karrý, Paprikukrydd, Chili Krydd og Pipar