Uppskrift Rjómalagaður Dijon Kjúklingur (EKKI GOTT)
800 g | Kjúklingalæri (Úrbeinuð) | |
1 stk | Rauðlaukur | |
1 msk | Timjan | |
1 stk | Kjúklingateningar | |
1 dl | Hvítvín | |
2 dósir | Sýrður Rjómi (36%) | |
2 msk | Dijon Sinnep | |
Smjör (Saltað) | ||
Steinselja (Fersk) |
-- Skref 1 Byrjið á að hita pönnu með dálitlu smjöri, kryddið kjúklinginn með salti og pipar og steikið báðum megin þar til vel brúnaður. Setjið á disk og lækkið aðeins hitann á pönnunni.
-- Skref 2 Steikið laukinn í 2-3 mínútur eða þar til hann mýkist aðeins. Kryddið með timían, salti og pipar.
-- Skref Hellið hvítvíni og kjúklingasoði á pönnuna, skafið vel botninn og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Bætið þá sýrða rjómanum út á ásamt Dijon sinnepi. Leyfið aðeins að malla og smakkið ykkur til.
-- Skref 4 Setjið að lokum kjúklinginn út í sósuna og leyfið að eldast í um það bil 10 mínútur við meðalhita. Stráið ferskri steinselju yfir að lokum og berið fram.