Uppskrift Kjúklingasalat með Balsamik Edik Dressing

4 stk Kjúklingabringur
8 stk Beikon
1 stk Rauðlaukur
1 krukka Fetaostur
1 1/2 dl Kasjúhnetur
1 poki Klettasalat
1 dl Sykur
1 dl Balsamik Edik
3 msk Mayones
1 dós Sýrður Rjómi
Salt
Pipar
  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Undir lok eldunartímans skerið beikon í bita og steikið með bringum. Þegar bringurnar eru fulleldaðar og beikonið stökkt, takið pönnuna af hellunni og kælið.
  2. Blandið rauðlauk, fetaosti, kjúklingi, beikoni, kasjúhnetum og klettasalati saman í skál.
  3. Gerið dressinguna. Sjóðið sykur og balsamikedik í potti þar til sykurinn bráðnar og kælið. Hrærið majones og sýrðan rjóma saman í skál og bætið balsamikblöndunni saman við. Saltið og piprið.
  4. Hellið dressingunni saman við salatið. Mér þykir gott að láta lítið magn af dressingunni í byrjun og kýs að bera hana frekar fram með salatinu. Þá getur hver og einn bætt dressingu út á salatið að eigin smekk.