Uppskrift Quesadilla með Habanero Sýrðum Rjóma

2 stk Kjúklingabringur
1 msk Ólifuolía
1/2 Rauðlaukur
1 Paprika (Rauð)
300 g Gular Baunir
2 geirar Hvítlaukur
Taco Krydd
4 stk Tortilla Vefjur (Stórar)
200 g Ostur (Rifinn)
Sýrður Rjómi (Habanero)
Salsa Sósa
1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C. 2. Byrjað er á því að skera græn­metið í strimla og steikja það á pönnu þar til það verður mjúkt og gott. Bætið því gulu baun­un­um og rífið hvít­lauk­inn út á. Skerið kjúk­ling­inn í strimla og bætið hon­um á pönn­una ásamt taco-krydd­blönd­unni. 3. Rífið 2 stk. álp­app­ír svo hægt sé að loka vefj­un­um inn í hann. Setjið eina vefju á álp­app­ír­inn, svo setjiði ¼ af rifna ost­in­um á eina vefju og helm­ing­inn af kjúk­linga­fyll­ing­unni, setjið ¼ af rifna ost­in­um yfir og leggið aðra vefju yfir. End­ur­takið þetta skref svo úr verði tvær qu­es­a­dilla. Lokið álp­app­írn­um svo ekk­ert sjá­ist í vefj­urn­ar. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 15 mín. 4. Takið út úr ofn­in­um og færið úr álp­app­írn­um og á skurðarbretti, skerið í 6 hluta eins og pizzu sneiðar. Berið fram með habanero sýrðum rjóma, salsa sósu og fersku kórí­and­er.