Uppskrift Sushi

Sushi Nori Blöð
Sushi Hrísgrjón
Wasabi
200gr Rice Vinegar
90gr Sykur
20gr Salt

-- Step 1 - Skola (20 mín)

  • Mæla hrísgrjónin í ml og skrifa niður/muna!
  • Hreinsa hrísgrjón mjög vel með köldu vatni í sigti. Aldrei láta vatnið fara beint á hrísgrjónin.
  • Setja svo hrísgrjónin í skál og hreinsa aftur 7-8 sinnum.
  • Setja aftur hrísgrjónin í sigti og hreinsa þau einu sinni enn
  • Setja sigtið og hrísgrjónin aftur í skál og láta allt vatnið leka rólega úr þeim (5 mín?)

-- Step 2 (50 mín)

  • Setja í pott
  • Bæta við vatni (1.2x meiri ml en hrísgrjón - 500ml grjón = 600ml vatn).
  • Láta standa í 30-40 mín - gera hrísgrjónaedik á meðan?

-- Step 3 - Hrísgrjónaedik (10-60 mín)

  • 200gr hrísgrjónaedit
  • 90gr sykur
  • 20gr salt
  • Láta standa þar til sykurinn og saltið leysist upp (helst gera deginum áður)

-- Step 4 - Elda (30 mín)

  • Setja lokið á og ekki taka það af!
  • Setja á hellu (hiti: 5/9) í 9 mínútur
  • Stilla hita á 9/9 í 4 mínútur
  • Slökkva á hitanum og láta standa á hellu í 15 mínútur

-- Step 5 (25 mín)

  • Dreifa vel úr í plast/viðar ílát
  • Dreifa hrísgrjónaedikinu vel yfir.
    Magn: 20% af hrísgrjónunum óelduðum (500ml hrísgrjón = 100ml edik)
  • Dreifa vel úr hrísgrjónunum
  • Kæla með loki eða einhverju þar til þau eru við líkamshita.
  • Snúa hrísgrjónum við og kæla hina hliðina
  • Bleyta viskustykki og setja mjög létt yfir hrísgrjónin
  • Geyma í 5-10 mínútur!

-- Gott að vita

  • Aldrei kremja hrísgrjónin! Fara varlega.
  • Til að rúlla: Setja 50/50 vatn og hrísgrjónaedit í skál til þess að skola hendurnar í og klappa saman höndunum. Þá festast hrísgrjónin ekki við hendurnar.




-- GAMALT


1. 1 Bolli vatn fyrir hvern bolla af hrísgrjónum 2. Hreinsa hrísgrjónin 3. Hrísgrjón ofan í pott og hita ekki með loki á, þar til þau vatnið bubblar á hliðunum 4. Setja hitann niður í minnsta og setja lok ofan á (með viskustykki á milli) 5. Láta bíða í 10 mín (ekki meira!) Fengið hér: https://www.youtube.com/watch?v=lEkSoYKhX2o&list=PLThHwDw728Ja1ialMJyxTmdVbFfgf_cBW