Uppskrift Omeletta í ofni
| 6 stk | Egg | |
| 50g | Smjör | |
| 200g | Beikon | |
| 1 dós | Sýrður Rjómi | |
| 1.5dl | Rjómi | |
| Klettasalat | ||
| Ólifuolía | ||
| Sítrónusafi | ||
| Parmesan |
-
Stillið ofninn á 180°C.
-
Bræðið smjörið á pönnu og steikið vorlauk og beikon.
-
Dreifið því svo í eldfast mót.
-
Pískið saman egg, sýrðan rjóma, rjóma og ost.
-
Smakkið til með salti og pipar.
-
Hellið yfir beikonið og vorlaukinn.
-
Setjið í ofn og bakið í 20-25 mínútur.
-
Dreypið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir klettasalatið.
-
Dreifið því yfir bakaða eggjakökuna og sáldrið parmesanosti og fíkjum yfir eftir smekk.