Uppskrift Tandoori Kjúklingur (Low Carb)

700g Kjúklingalæri (Úrbeinuð)
1 stór dós Grískt Jógúrt
3 msk Mayones
4 msk Tandoori Krydd (Pottagaldrar)
2 msk Lime Safi
2 tsk Salt
1 stk Blómkál

• Setjið kjúklingalærin í skál og hellið limesafanum saman við og veltið þeim vel uppúr safanum. 

• Hrærið vel saman grískri jógúrt, majonesi, kryddi og salti þar til allt er orðið vel blandað. 

• Hellið sósunni yfir kjúklinginn, hrærið vel í þar til sósan þekur lærin. 

• Gott er að leyfa lærunum að liggja í sósunni í nokkra klukkutíma áður en þau eru elduð. 

• Setjið í eldfastmót og bakið í ofni við 190 gráður á blæstri í 25-30 mínútur. 

Gott að bera fram með Naan Brauði og grófum blómkálsgrjónum. Einfaldlega hakka blómkál í matvinnsluvél og hita þau örlítið í örbylgjuofni eða steikja létt á pönnu uppúr smjöri.