Uppskrift Pasta Carbonara

300g Beikon
350g Pasta
3stk Egg
1/2 Laukur
3/4 bolli Parmesan
3/4 bolli Rjómi
2 rif Hvítlaukur
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. - Á meðan pastað sýður er beikonið steikt þar til það byrjar að verða stökkt. - Takið beikonið af pönnunni og setjið það á eldhúspappír. Hellið fitunni af pönnunni en skolið hana ekki. - Setjið pönnuna aftur á helluna, lækkið hitann í miðlungslágann (ég nota stillingu 3 af 9) og steikið lauk og hvítlauk þar til mjúkt og komið með gylltan lit. Leggið til hliðar. - Hrærið saman eggjum, fínrifnum parmesan, rjóma, salti og pipar í skál og leggið til hliðar. - Þegar pastað er tilbúið er vatninu hellt af (geymið þó 1-2 dl af pastavatninu) og pastað sett aftur í pottinn. - Hellið parmesaneggjablöndunni hægt út í og hrærið stöðugt í pastanu á meðan. - Sósan á að hjúpa pastað. - Hrærið smá af pastavatninu saman við. - Bætið beikoninu og lauknum saman við og hrærið öllu saman. Berið fram með ferskum parmesan og meira af pipar.