Uppskrift Hakk & Spaghetti
| 500g | Hakk | |
| Spaghetti | ||
| 1 stk | Laukur | |
| 3 rif | Hvítlaukur, hakkaður | |
| 400g (1 dós) | Tómatar (Hakkaðir) | |
| 1 dl | Sýrður Rjómi | |
| 1 1/2 tsk | Tómatpúrra | |
| 2 msk | Smjör (Saltað) | |
| Ólifuolía | ||
| Paprikukrydd | ||
| 1/2 | Chili, hakkað | |
| 4 msk | Tómatssósa | |
| 1 stk | Nautateningur | |
| Chili Explosion |
Hakkið laukinn og mýkið hann í smjöri og ólívuolíu við mjög lágann hita í um 10 mínútur.
Saltið, piprið og kryddið með paprikukryddi.
Bætið hökkuðu chili og hvítlauk saman við og látið malla aðeins áfram á pönnunni með lauknum.
Bætið nautahakkinu á pönnuna.
Þegar nautahakkið er fullsteikt er tómötum, kálfakrafti, tómatpuré og tómatsósu hrært saman við.
Látið sjóða við vægan hita eins lengi og kostur er en að minsta kosti í 30 mínútur.
Ef ykkur þykir blandan verða þurr þá bætið þið smá vatni og ólívuolíu saman við.
Kryddið með salti, pipar og chili explotion.
Að lokum er sýrðum rjóma hrært út í og látin sjóða með síðustu mínúturnar. Berið fram með pasta og ferskrifnum parmesan. Ef þið eigið ferska basiliku skuluð þið ekki hika við að saxa hana yfir!